Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina

00:00
00:00

Embætti Rík­is­lög­reglu­stjóra og Toll­gæsl­an kynntu í dag öfl­ugt fíkni­efna­eft­ir­lit sem fyr­ir­hugað er um og fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina. Þjálfaðir fíkni­efna­hund­ar sýndu við þetta tæki­færi leikni sína og þefuðu uppi fíkni­efni, sem komið hafði verið fyr­ir í tjaldi og vös­um fjöl­miðlamanna. Þeir runnu að sjálf­sögðu beint á lykt­ina.

Lög­reglu­menn og leit­ar­hund­ar verða á helstu úti­hátíðum lands­ins og á ferðinni þar sem fólk safn­ast sam­an. Dag­ana fyr­ir versl­un­ar­manna­helgi verður sér­stak­lega fylgst með póst, böggla og far­ang­urs­send­ing­um til þeirra staða sem fólk heim­sæk­ir um þesa vin­sælu ferðahelgi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert