Öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina

Embætti Ríkislögreglustjóra og Tollgæslan kynntu í dag öflugt fíkniefnaeftirlit sem fyrirhugað er um og fyrir verslunarmannahelgina. Þjálfaðir fíkniefnahundar sýndu við þetta tækifæri leikni sína og þefuðu uppi fíkniefni, sem komið hafði verið fyrir í tjaldi og vösum fjölmiðlamanna. Þeir runnu að sjálfsögðu beint á lyktina.

Lögreglumenn og leitarhundar verða á helstu útihátíðum landsins og á ferðinni þar sem fólk safnast saman. Dagana fyrir verslunarmannahelgi verður sérstaklega fylgst með póst, böggla og farangurssendingum til þeirra staða sem fólk heimsækir um þesa vinsælu ferðahelgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka