Yfirlýsing frá Reyni Traustasyni

Reynir Traustason,
Reynir Traustason, mbl.is/Árni Sæberg

Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri Mann­lífs, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu und­ir yf­ir­skrift­inni Kvóta­pen­ing­ar til London. Þar seg­ist hann vísa því til föður­hús­anna sem kem­ur fram í yf­ir­lýs­ing­um þeirra Krist­ins og Elvars Aðal­steins­son­ar, en þeir hafa báðir sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna grein­ar Reyn­is um þá og fjöl­skyldu þeirra á Eskif­irði.

„Kvóta­pen­ing­ar til London
Vegna yf­ir­lýs­inga þeirra Krist­ins og Elvars Aðal­steins­sona skal áréttað að þær 3500 millj­ón­ir krón­ur sem þeir hurfu með frá Eskif­irði eru að lang­mestu leyti kvóta­auður sem Aðal­steinn Jóns­son skóp á far­sælli tíð sinni sem aðal­eig­andi Hraðfrysti­húss Eskifjarðar. Af­kom­end­urn­ir segja í yf­ir­lýs­ing­um sín­um vegna grein­ar í Mann­lífi að um­fjöll­un­in sé byggð á skáld­skap eða í versta falli gróu­sög­um. Þessu er vísað til föður­hús­anna. Sú staðreynd blas­ir við að þeir Elf­ar og Krist­inn stukku frá borði með kvóta­auð en eft­ir standa bar­áttu­hjón­in Þor­steinn Kristjáns­son og Björk Aðal­steins­dótt­ir sem tóku að sér, ásamt Skelj­ungi og Trygg­inga­miðstöðinni, að greiða bræðurna út og berj­ast nú við að halda for­ræði fyr­ir­tæk­is­ins á Eskif­irði.

Ítrekað skal að hvergi er hallað á Aðal­stein Jóns­son í grein­inni en rak­in er saga þeirra sem kusu að hverfa frá föður­arf­leifð sinni með fulla vasa fjár. Hvergi er sagt að kvóti Eskju hafi verið seld­ur en því er lýst að verið er að leita leiða til að rétta við fjár­hag fyr­ir­tæk­is­ins en nú­ver­andi eig­end­ur standa und­ir gjald­inu vegna út­göngu bræðranna. Því er ekki haldið fram í grein­inni að bræðurn­ir í London hafi aðhafst neitt það sem er ólög­legt en það kann að vera mats­atriði hversu siðlegt það er gagn­vart íbú­um á Eskif­irði og starfs­fólki Eskju til lands og sjáv­ar. Mann­líf stend­ur við út­tekt sína.

Flat­eyri 29. júlí 2007. Reyn­ir Trausta­son, rit­stjóri Mann­lífs."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert