„Aukin neysla og heilsutjón afleiðingar lægra áfengisverðs"

Talsvert umræða er um þessar mundir um lækkun á áfengisverði. Röksemdir fyrir því eru meðal annars þær að verðstýring hafi ekki þau áhrif sem ætlast er til, en eru þessi rök haldbær og hver verða áhrif á áfengisneyslu landans ef áfengisverð lækkar?

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir það ljóst að neysla áfengis muni aukast ef áfengisverð verður lækkað og að afleiðingarnar séu heilsutjón, fleiri slys, óhöpp, ölvunarakstur og róstur í þjóðfélaginu.

Þá segir Þórarinn að Íslendingar drekki þegar að meðaltali yfir sjö lítra af hreinu áfengi á ári sem sé yfir því sem talist geti hófsöm drykkja áfengis, allt rúm til að auka áfengisneyslu innan hófsemdarmarka sé því farið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka