Er álagning einkamál?

Álagningaskrá var lögð fram hjá skattstjórum landsins í dag líkt og fyrri ár. Samband ungra sjálfstæðismanna hefur ítrekað lýst óánægju sinni með það að þessar upplýsingar séu gerðar opinberar, og segja ungir sjálfstæðismenn að þarna sé um persónuupplýsingar að ræða. Í tilefni dagsins fóru ungir sjálfstæðismenn með gestabók á skattstofuna í Reykjavík og verður þeim sem skrá niður upplýsingar úr skránum næstu tvær vikur boðið að skrifa nafn sitt í bókina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka