Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust

00:00
00:00

Lítið hef­ur farið fyr­ir já­kvæðri um­fjöll­un um Strætó und­an­far­in miss­eri, mörg­um þykir kerfið meingallað en auk þess hef­ur fækk­un ferða yfir sum­ar­tím­ann og ný­leg umræða um nýtt greiðslu­kerfi sem lík­lega kemst aldrei í notk­un, lítið bætt úr skák. Borg­ar­yf­ir­völd í Reykja­vík ætla þó að snúa vörn í sókn og stend­ur til að gera kerfið þægi­legra í notk­un og fjölga ferðum með haust­inu.

Meðal ann­ars er verið að merkja biðstöðvar og stend­ur til að fjölga sölu­stöðum þar sem hægt verður að kaupa stræt­is­vagna­kort. Þá verður­bryddað upp á þeirri nýj­ung að bjóða dag­blöð í vögn­um Strætó og leyfa fólki að taka með sér kaffi í vagn­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert