Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust

Lítið hefur farið fyrir jákvæðri umfjöllun um Strætó undanfarin misseri, mörgum þykir kerfið meingallað en auk þess hefur fækkun ferða yfir sumartímann og nýleg umræða um nýtt greiðslukerfi sem líklega kemst aldrei í notkun, lítið bætt úr skák. Borgaryfirvöld í Reykjavík ætla þó að snúa vörn í sókn og stendur til að gera kerfið þægilegra í notkun og fjölga ferðum með haustinu.

Meðal annars er verið að merkja biðstöðvar og stendur til að fjölga sölustöðum þar sem hægt verður að kaupa strætisvagnakort. Þá verðurbryddað upp á þeirri nýjung að bjóða dagblöð í vögnum Strætó og leyfa fólki að taka með sér kaffi í vagnana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert