Meirihluti Íslendinga óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi

Sem fyrr eru karlar mun ánægðari með kvótakerfið en konur, …
Sem fyrr eru karlar mun ánægðari með kvótakerfið en konur, en 21% þeirra segjast ánægðir á móti 9% kvenna. mbl.is/Kristinn

Fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups að mikill meirihluti þjóðarinnar sé óánægður með núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi líkt og mælst hafi í fyrri könnunum Gallup. Einungis 15% þjóðarinnar eru ánægð með kerfið í núverandi mynd og 72% eru óánægð.

Þeim sem eru ánægðir með kvótakerfið fækkar um þrjár prósentur frá árinu 2004. Óánægðum hefur fjölgað um átta prósentur frá síðustu mælingu og eru nú 72%. Um 13% eru hvorki ánægð né óánægð með kvótakerfið í sjávarútvegi.

Sem fyrr eru karlar mun ánægðari með kvótakerfið en konur, en 21% þeirra segjast ánægðir á móti 9% kvenna.

Þeir sem kjósa Sjálfstæðisflokk eru mun ánægðari með kerfið en fylgismenn annarra flokka, eða um 23%. Mun færri úr röðum stuðningsmanna hins ríkisstjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, segjast vera ánægðir eða aðeins um 11%.

Um 18% stuðningsmanna Framsóknarflokksins segjast ánægðir með kerfið sem er umtalsverð fækkun frá könnuninni 2004. Einungis um 12% fylgismanna Frjálslyndra eru ánægðir með kvótakerfið, en minnst er ánægjan hjá kjósendum Vinstri grænna eða 10%.

Ekki var marktækur munur á viðhorfi til kvótakerfisins eftir búsetu eða menntun, en þeir sem eru yngri eru almennt ánægðari með kvótakerfið en hinir eldri, segir í Þjóðarpúlsi Gallups.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert