Veist var að Eiði Smára Guðjohnsen, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu og leikmanni Barcelona, þegar hann var á gangi í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags. Ókunnugur maður hrinti Eiði Smára í jörðina og í kjölfarið sló annar maður til hans.
Að sögn Eggerts Skúlasonar, talsmanns Eiðs, varð landsliðsfyrirliðanum ekki meint af og engir eftirmálar verða af atvikinu af hans hálfu. Honum þykir hins vegar afar leiðinlegt að það hafi komið upp.
Eiður hélt aftur út til Barcelona snemma á mánudagsmorgun þar sem við tók endurhæfing vegna meiðsla á hné.