Ástráður, forvarnastarf læknanema, mun vera sýnilegur víða á næstunni en læknanemarnir ætla að dreifa smokkum til fólks á leið á skemmtanir víðs vegar um landið yfir helgina. Auk þess ætla þeir að dreifa smokkum á Hinsegin dögum og á Menningarnótt í Reykjavík.
Um verslunarmannahelgina er áætlað að dreifa 7.000 smokkum, 5.000 á Hinsegin dögum og 3.000 á Menningarnótt. Markmiðið með þessu er að efla forvarnir, draga úr kynsjúkdómum, kynferðisofbeldi og ótímabærum þungunum.
Auk þess ætla læknanemarnir hugsanlega að dreifa neyðarspjöldum Ástráðs, en á þeim eru símanúmer sem hægt er að nota í neyð, s.s. símanúmer hjá neyðarmóttaku vegna nauðgana, Stígamót, Kvennaathvarfið o.fl.
Ástráður gerir þetta í samstarfi við Halldór Jónsson (innflytjanda Durex á Íslandi) auk fleirri góðra aðila.