„Brjáluð sala" í hjólhýsum

Eftir Björgu Magnúsdóttur, bjorg@bladid.net

Vegna blíðviðris hafa sumarvörur af öllum stærðum og gerðum rokið út úr fyrirtækjum og Íslendingar keppst við að birgja sig upp af vörum sem henta heitasta tíma ársins. Sala hjólhýsa sem og húsbíla og fellihýsa hefur stóraukist og verið með ólíkindum það sem af er sumri.

„Það er búin að vera brjáluð sala og geysileg eftirspurn eftir hjólhýsum," segir Arnar Barðdal, framkvæmdastjóri Víkurverks. Hann bætir því við að hjólhýsin hafi algerlega slegið í gegn hjá þjóðinni, þó einnig seljist talsvert af húsbílum og fellihýsum.

Rúmlega helmingur fólks borgar með bílalánum. Hinir staðgreiða ýmist eða setja gamlan tjaldvagn eða fellihýsi upp í nýtt hjólhýsi og nota það sem útborgun. Hægt er að fá 100% lán fyrir herlegheitunum og margs konar greiðslumöguleikar eru mögulegir.

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka