„Brjáluð sala" í hjólhýsum

Eft­ir Björgu Magnús­dótt­ur, bjorg@bla­did.net

Vegna blíðviðris hafa sum­ar­vör­ur af öll­um stærðum og gerðum rokið út úr fyr­ir­tækj­um og Íslend­ing­ar keppst við að birgja sig upp af vör­um sem henta heit­asta tíma árs­ins. Sala hjól­hýsa sem og hús­bíla og felli­hýsa hef­ur stór­auk­ist og verið með ólík­ind­um það sem af er sumri.

„Það er búin að vera brjáluð sala og geysi­leg eft­ir­spurn eft­ir hjól­hýs­um," seg­ir Arn­ar Barðdal, fram­kvæmda­stjóri Vík­ur­verks. Hann bæt­ir því við að hjól­hýs­in hafi al­ger­lega slegið í gegn hjá þjóðinni, þó einnig selj­ist tals­vert af hús­bíl­um og felli­hýs­um.

Rúm­lega helm­ing­ur fólks borg­ar með bíla­lán­um. Hinir staðgreiða ým­ist eða setja gaml­an tjald­vagn eða felli­hýsi upp í nýtt hjól­hýsi og nota það sem út­borg­un. Hægt er að fá 100% lán fyr­ir her­leg­heit­un­um og margs kon­ar greiðslu­mögu­leik­ar eru mögu­leg­ir.

Nán­ar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka