Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst

Ríkisstjórnin nýtur enn svipaðs stuðning og hún gerði að nýloknum kosningum eða um 83% ef marka má niðurstöður Þjóðarpúls Gallups.

Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur aukist um rúm fjögur prósentustig frá síðustu tveimur könnunum og mælist nú um 45% sem er mesta fylgi flokksins síðan árið 2000 samkvæmt mælingum. Hins vegar hefur fylgi Samfylkingarinnar lækkað um eitt prósentustig niður í tæplega 28%.

Sömu sögu er að segja um fylgi Vinstri hreyfingarinnar, græns framboðs sem mældist um 13% í júlí en það er lækkun um tvö prósentustig frá fyrra mánuði. Eins hefur fylgi Framsóknarflokksins minnkað um eitt prósentustig niður í 8%.

Fylgi Íslandshreyfingarinnar – lifandi lands og Frjálslynda flokksins stendur nánast í stað, sá fyrrnefndi er með 2% stuðning og sá síðari um 5%.

Næstum 5% svarenda sögðust mundu skila auðu eða kjósa ekki ef kosningar færu fram nú en um 14% tóku ekki afstöðu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert