Ísland tekur yfir starfsemi Ratsjárstofnunar 15. ágúst

Hingað til hafa Bandaríkin staðið straum af öllum rekstrarkostnaði Ratsjárstofnunar.
Hingað til hafa Bandaríkin staðið straum af öllum rekstrarkostnaði Ratsjárstofnunar. mbl.is/Eyþór

Ísland mun yf­ir­taka starf­semi Rat­sjár­stofn­un­ar frá og með 15. ág­úst nk. Starfs­hóp­ur skipaður sér­fræðing­um ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins vinn­ur nú að und­ir­bún­ingi snurðulausr­ar yf­ir­töku ís­lenskra stjórn­valda á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar og aðlög­un að ís­lenskri stjórn­sýslu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að und­an­farna mánuði hafi viðræður milli Íslands og Banda­ríkj­anna um framtíð rat­sjár- og loft­varna­kerf­is­ins á Íslandi staðið yfir. Hingað til hafa Banda­rík­in staðið straum af öll­um rekstr­ar­kostnaði Rat­sjár­stofn­un­ar og rekstr­ar­um­gjörð henn­ar mót­ast af því. Í apríl sl. samþykkti þáver­andi rík­is­stjórn að heim­ilaðar yrðu fjár­veit­ing­ar að upp­hæð 241 millj­ón kr. í fjár­auka­lög­um 2007 og 824 millj­ón­ir kr. á fjár­lög­um 2008 vegna rekst­urs Rat­sjár­stofn­un­ar.

Fram kem­ur að á þess­um tíma­mót­um sé mik­il­vægt að yf­ir­tak­an raski ekki nú­ver­andi starf­semi sem lúti bæði að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um og borg­ara­legri flug­um­ferð. Við yf­ir­tök­una verður leitað leiða til að auka hagræðingu í rekstri starf­sem­inn­ar og draga úr kostnaði rík­is­sjóðs. Jafn­framt verða gild­andi kjara­samn­ing­ar og ráðning­ar­samn­ing­ar starfs­fólks­ins virt­ir.

Starfs­hóp­ur ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins mun vinna verk sitt í ná­inni sam­vinnu við fyr­ir­svars­menn Rat­sjár­stofn­un­ar­inn­ar. Aðlög­un starf­sem­inn­ar að ís­lenskri stjórn­sýslu mun taka ákveðinn tíma og stefnt er að því að starfs­hóp­ur­inn leggi til­lög­ur sín­ar fyr­ir ut­an­rík­is­ráðherra á haust­mánuðum

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka