Vikublaðið Mannlíf gefur úr sérstakt tekjublað í dag, en tímaritið Frjáls verslun hefur verið eitt um að gefa út slíkt blað í hátt í tuttugu ár.
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Mannlífs, segir hugmyndina ágæta og því hafi blaðið ákveðið að fara út í slíka útgáfu. Fólk hafi áhuga á skattatölum og þær séu upplýsingar sem eigi fullt erindi til almennings. Athygli vekur að blaðið verður með svipuðu sniði og það sem Frjáls verslun hefur gefið út til þessa.
„Þetta er svo einfalt konsept að það býður ekki upp á mikið. Þetta er opinbert efni og Frjáls verslun á ekki einkaréttinn af því.“
Þórarinn telur tekjublað vera í takt við þær breytingar sem gerðar voru á Mannlífi síðustu áramót þar sem efni blaðsins var fréttatengdara og minni áhersla lögð á viðtöl. Mannlíf sé nú með puttann á púlsinum og þetta sé það sem er í deiglunni í dag.
Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður útgáfufélags Frjálsrar verslunar, segist hafa vitað af því að Mannlíf safnaði upplýsingum úr álagningarskrám í gær en hafi ekki vitað að blaðinu. Þegar hann er inntur um viðbrögð við nýrri samkeppni segist hann þurfa að sjá blaðið áður en hann metur stöðuna.
„Tekjublað Frjálsrar verslunar hefur unnið sér sess þar sem það er hlutlaust blað með tölulegum upplýsingum.“
Benedikt segir tekjublað Frjálsrar verslunar vera veglegt í ár og verða fleiri einstaklingar verða teknir fyrir en áður.