Bannað að tjalda í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár

Heimamenn í Eyjum reistu hústjöld sín í Herjólfsdal í dag. …
Heimamenn í Eyjum reistu hústjöld sín í Herjólfsdal í dag. Spáð er slæmu veðri í nótt. mbl.is/Sigurgeir

Þjóðhátíðarnefnd í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að banna alla tjöldun í Herjólfsdal í kvöld vegna slæmrar veðurspár í nótt. Sett hafa verið upp skilti í bænum um þetta og tilkynning þessa efnis var lesin upp í Herjólfi þegar hann kom til Eyja nú um klukkan 22.

Íþróttamiðstöðin verður opið í nótt til að taka á móti þeim sem vilja gista þar á meðan veðrið gengur yfir. Talsverður fjöldi fólks er þegar kominn til Vestmannaeyja þótt þjóðhátíð sé ekki sett formlega fyrr en á morgun en í kvöld er hið svonefnda húkkaraball haldið.

Hvesst hefur í Vestmannaeyjum nú í kvöld. Gert er ráð fyrir því að veðrið gangi niður um hádegi á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert