Efast um að ákvörðun bæjaryfirvalda á Akureyri standist lög

Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Akureyrar, segir það hafa verið ranga ákvörðun hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri að loka tjaldsvæðum bæjarins fyrir hluta fólks. Þá efast hann um það að ákvörðunin standist lög. Hann segist ekki hafa tekið þátt í þeirri ákvörðun og ekkert vitað um hana fyrr en fjallað var um málið í fjölmiðlum.

Fram kemur í tilkynningu sem Oddur hefur sent fjölmiðlum að það sé skylda bæjaryfirvalda á Akureyri að taka vel á móti gestum og hlúa vel að íbúum bæjarins. „Fyrir mér er hátíðin „Ein með öllu“ ekki vandamál heldur verkefni,“ skrifar hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert