Forsetinn heimsækir heimsmót skáta

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á laugardag heimsækja heimsmót skáta, sem nú fer fram á Englandi. Ólafur Ragnar mun skoða mótið og sérstaklega heilsa upp á íslenska skáta sem dvelja á mótinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Bandalagi íslenskra skáta hefur það vakið nokkra athygli að Ólafur Ragnar muni heimsækja mótið en hann sé eini þjóðkjörni þjóðhöfðinginn sem það gerir. Karl Gústaf, konungur Svía, og Vilhjálmur Bretaprins hafa m.a. heimsótt mótið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert