Háskólinn á Bifröst selur Nýsi fasteignir og leigir þær

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst. mbl.is/Þorkell

Skrifað var í dag undir samning Háskólans á Bifröst og Nýsis hf. um endurfjármögnun Háskólans á Bifröst og kaup Nýsis á húseignum skólans á Bifröst. Nýsir mun síðan leigja Háskólanum allar fasteignirnar og hefur skólinn endurkauparétt á 5 ára fresti.

Á heimasíðu háskólans segir, að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem háskóli geri slíkan samning um sölu og leigu allra fasteigna sinna. Þetta form fjármögnunar og eignarhalds sé sífellt að verða algengara hérlendis, m.a. í skólarekstri. Jafnframt verði ráðist í endurbætur og viðhald á elstu húsum skólans fyrir á annað hundrað milljónir króna.

Yfir 700 manns búa í háskólaþorpinu á Bifröst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert