Hitabeltisstormurinn Chantal gæti bjargað helginni

Ef veðurspár ganga eftir verða regnhlífar mesta þarfaþing um helgina.
Ef veðurspár ganga eftir verða regnhlífar mesta þarfaþing um helgina. mbl.is/Golli
Eft­ir Björgu Magnús­dótt­ur - bjorg@bla­did.net

Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur seg­ir felli­byljamiðstöðina í Miami hafa viður­kennt Chan­tal sem hita­belt­is­storm, þó tak­mörkuð hætta stafi af hon­um, þar sem í yf­ir­lit­skort­um sé hann þegar orðinn að lægð. Spurður að því hvort Chan­tal komi til með að hafa áhrif á helgar­veðrið seg­ir Trausti að svo geti verið. „Því hef­ur verið spáð lengi að lægð gangi yfir landið um versl­un­ar­manna­helg­ina sem mun að ein­hverju leyti éta upp hita­belt­is­storm­inn, sem mun þó út­vega lægðinni meira af hlýju og röku lofti en ella. Það get­ur verið að storm­ur­inn valdi því að lægðin dýpki áður en hún kemst nær land­inu, og hafi þannig já­kvæð áhrif á okk­ur," seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert