Indverskir flugmenn, sem eru að reyna setja heimsmet í hnattflugi á vélknúnu fisi, lentu á Reykjavíkurflugvelli nú í kvöld. Sendiherra Indlands á Íslandi, sem hefur aðsetur í Noregi, kom sérstaklega hingað til lands til þess að taka á móti flugmönnunum, en þeir flugu til Íslands frá Kulusuk á Grænlandi.
Fisvélin lagði af stað frá Nýju-Dehli á Indlandi 1. júní og hafa því verið 62 daga á ferðalagi. Flugmennirnir stefna að því að slá heimsmetið í flugi á fisi umhverfis hnöttinn, en það met er 99 dagar.
Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á vef indverska flughersins, en flugmennirnir eru orrustuflugmenn í indverska hernum.
Þá er ferðaáætlunin teiknuð á kort sem sést hér.