Ísland uppspretta vetnis fyrir ESB

Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur - heida@bladid.net
Vísindamenn Evrópusambandsins telja hagkvæmast að framleiða vetni á Íslandi af nágrannaríkjum sambandsins. Telja þeir að vetni, sem framleitt væri með vatns- eða varmaorku á Íslandi, gæti orðið framtíðarorkuberi Evrópusambandsins. Eru þetta niðurstöður rannsóknarskýrslu, sem framkvæmdastjórn ESB birti í fyrradag.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir það ekki koma sér á óvart að litið skuli til Íslands sem hugsanlegrar þungamiðju í vetnisorku í framtíðinni. Hann segir að eins og staðan sé í dag sé hugsanlega ekki næg orka í landinu til þess að framleiða það mikið vetni að Íslandi geti orðið umfangsmikið útflutningsland.

„Á því gætu hins vegar orðið kaflaskipti ef þær rannsóknir sem nú eru í gangi á djúpborunum á háhitasvæðum ganga eftir. Ef þær skila þeim árangri sem búist er við þá getum við skoðað það hvort Íslandi geti orðið útflytjandi á vetni. En eins og staðan er núna þá bendir allt til þess að sá árangur náist. Ég fagna þeim áhuga sem landinu er sýndur," segir Össur í samtali við Blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert