Reyna að fljúga fisflugvél umhverfis jörðina

Indversku flugmennirnir við flugvélina. Myndin er tekin af vef leiðangursins.
Indversku flugmennirnir við flugvélina. Myndin er tekin af vef leiðangursins.

Hópur indverskra orrustuflugmanna freistar þess nú að fljúga vélknúinni fisflugvél umhverfis jörðina. Áætlað er að Indverjarnir komi til Íslands í kvöld en flugvélin lagði af stað frá Nýju-Dehli á Indlandi 1. júní. Þeir fóru í morgun frá Nuuk og eru nú á leið til Kulusuk og haldi þaðan til Íslands.

Markmið flugmannanna er að slá heimsmet í fisflugi. Slíkri flugvél hefur áður verið flogið tvívegis umhverfis jörðina. Það var gert í fyrsta skipti árið 1998 og tók ferðin þá 121 dag. Árið 2000 var annarri slíkri flugvél flogið þessa leið á 99 dögum og stendur það met enn.

Vefsvæði leiðangursins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka