Reyndi að komast undan lögreglu á 166 kílómetra hraða

Myndatökumaður mbl.is fékk í gærkvöldi að fylgjast með þegar lögregla var við radarmælingar í höfuðborginni og meðan á mælingunum stóð var ökumaður bifreiðar stöðvaður eftir að hafa mælst á 141 kílómetra hraða.

Skömmu síðar mældi lögregla vélhjólamann á 166 kílómetra hraða á leið austur Miklubraut, en þar er 60 kílómetra hámarkshraði. Sá reyndi að komast undan lögreglu eftir að honum var gefið stöðvunarmerki en sá að sér eftir stutta eftirför. Bifhjólamaðurinn var sviptur ökuleyfi til bráðabirgða í kjölfarið, en hann hefur áður verið staðinn að hraðakstri.

Svo virðist sem að viss hluti ökumanna stundi skipulegan hraðakstur, og sætti sig við þá áhættu sem fylgir honum, ökuleyfismissi og háar fjársektir, alvarleg slys eða jafnvel dauða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert