Skák.is hýst á blog.is

mbl.is/Eyþór

Skákvefurinn Skák.is mun á morgun flytja sig um set og verður framvegis á blogghluta Morgunblaðsvefjarins, mbl.is. Vefurinn hefur til þessa verið á slóðinni skak.is en verður frá og með breytingunni á slóðinni skak.blog.is. Á Skák.is hefur megináherslan verið lögð á innlendar skákfréttir og fylgst glögglega með íslenskum skákmönnum þegar þeir hafa teflt á erlendri grundu. Einnig hefur verið fylgst með stærri erlendum viðburðum.

Ritstjóri vefjarins er Gunnar Björnsson en hann hefur starfað við hann frá upphafi, frá árinu 2000. Er vefurinn nú rekinn af Skáksambandi Íslands. Skákáhugamönnum hefur verið akkur í tenglasafni vefjarins þar sem finna má helstu skákvefi bæði innanlands og utan. Á vefnum mun sem fyrr verða hægt að lesa reglulega skákdálka. Morgunblaðið og Skák.is vænta góðs af samvinnu þessara miðla, segir í tilkynningu um samstarfið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert