Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að í fljótu bragði sýnist honum ekki líklegt að Íslendingar taki þátt í verkefninu með beinum hætti. „Slíkt þyrfti þá að eiga sér einhvern aðdraganda. Við höfum takmarkaðan mannauð og fjármuni til að sinna verkefnum af þessum toga og við höfum reynt að forgangsraða í þágu ákveðinna verkefna. Við erum auðvitað þátttakendur í Sameinuðu þjóðunum, en þátttaka í verkefni sem þessu myndi fela í sér ákveðna stefnubreytingu af okkar hálfu."
Bjarni segir íslensku friðargæsluna ekki vera þannig uppbyggða að hægt sé að bregðast skjótt við með mikinn mannafla og að um sé að ræða örfá störf hér og hvar um heiminn. „Það er þó auðvitað ráðuneytisins og friðargæslunnar að meta það á hverjum tíma hvar framlags okkar og þátttöku helst sé þörf."
Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.