Upplýsingaskilti andstæðinga Þjórsárvirkjana fjarlægð

Skilti, sem andstæðingar virkjana í neðri hluta Þjórsár reistu til upplýsinga fyrir ferðamenn um áhrif virkjananna á náttúru og landslag, voru fjarlægð í skjóli nætur og kastað á hlaðið hjá einum þeirra sem hefur barist gegn fyrirhuguðum virkjunum.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurglugganum og jafnframt, að samtökin Sól á Suðurlandi hafi tilkynnt skemmdarverkið til lögreglu. Talsmenn samtakanna segja að það ætti að vera öllum, sem hafa góða samvisku í málinu, kappsmál að þjóðin fái upplýsingar um hvaða landi á að fórna. Skilti verður sett upp aftur í dag.

Suðurglugginn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert