4.000 manns mættir á þjóðhátíð

Hústjöld heimamanna eru vel búin húsgögnum og í sumum eru …
Hústjöld heimamanna eru vel búin húsgögnum og í sumum eru heilu sófasettin. mbl.is/Sigurgeir

Áætlaður fjöldi gesta í Vestmannaeyjum í dag eru um 4.000 manns. Flogið var stanslaust til Eyja í gær frá Bakka og Reykjavík og lentu síðustu vélarnar um miðnætti í gærkvöldi.

Öflugt eftirlit verður með hátíð helgarinnar á vegum lögreglunnar. Samtals starfa 25 lögreglumenn eru á vakt, þar af verða 7 lögreglumenn og 3 fíkniefnahundar við fíkniefnaeftirlit. Þá verður fylgst grannt með farþegum sem koma til Eyja með Herjólfi og flugi.

Erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og voru fangageymslur fullar af fólki sem fékk að sofa úr sér ölvunarástand. Tveir 15 ölvaðir drengir stálu sendibifreið og lentu utan vegar. Lögreglumenn náðu þeim á hlaupum frá vettvangi. Þeir neituðu að hafa ekið bifreiðinni og voru því vistaðir í fangageymslu. Við yfirheyrslu viðurkenndi annar þeirra að hafa ekið bifreiðinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestamannaeyjum.

Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í gær. Aðili sem kom með til eyjanna með Herjólfi var handtekinn með lítilsháttar magn af hassi, sem hann hafði falið innklæða. Þá fundu lögreglumenn tvær e-töflur á aðila í tjaldi í Herjólfsdal.

Um klukkan 19 í gær var tilkynnt um bílveltu á Nýjahraunsvegi. Á meðan að lögreglumenn unnu á vettvangi lenti önnur bifreið í árekstri við kranabifreiðina sem fjarlægði bifreiðina sem hafði oltið utan vegar. Engin slys urðu á fólki.

Eins og komið hefur fram í fréttum mbl.is var þjóðhátíðargestum bannað að tjalda í Herjólfsdal í nótt og var fólkinu vísað í íþróttahús bæjarins, en það var gert vegna slæmrar veðurspár. Mjög hvasst var í Eyjum í nótt og fuku nokkur hvít tjöld heimamanna, en voru fest niður aftur í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert