Hólsfjallavegur, vegur 864, sem liggur meðfram Jökulsá á Fjöllum og hjá Dettifossi að austanverðu, er mjög grófur og erfiður yfirferðar. Þá biður Vegagerðin alla vegfarendur að sýna aðgát í umferðinni. Eigendur húsbíla, hjólhýsa eða annars sem þolir illa vind þurfa að huga sérstaklega vel að veðri, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.
Sjálfvirkar veðurstöðvar eru víða við vegi og er hægt að fá upplýsingar um veður á þeim í talvél í síma 1779.
Verið er að vinna við hringtorg á mótum Vesturlandsvegar og Þingvallavegar og hefur umferð um Vesturlandsveg við vegamótin hefur verið hliðrað til. Jafnframt hafa vegamót við Þingvallaveg verið færð um 100 m til suðurs.