Veður versnaði í Vestmannaeyjum upp úr miðnætti í nótt. Tjaldstæðagestum var vísað í íþróttahús bæjarins. Engar alvarlegar skemmdir urðu vegna veðursins, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Eyjum.
Fangageymslur lögreglunnar voru fullar í nótt. Mikil ölvun var í bænum og aðstoðaði lögregla marga við að komast heim eða í fangageymslur. Engin alvarleg slys eða ofbeldi átti sér stað að sögn lögreglunnar.
Þá stálu tveir 15 ára gamlir piltar bíl og lentu í umferðaóhappi. Þeir eru grunaðir um ölvunarakstur og gistu fangageymslu í nótt.