Ferðir til Eyja ganga vel

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.
Vestmannaeyjaferjan Herjólfur.

Flug- og siglingar frá Bakka og Þorlákshöfn til Vestmannaeyja hafa gengið vel í dag. Herjólfur lagði af stað um hádegi í dag með fullan bát farþega, eða um 500 manns. Hann fer þrjár ferðir í dag.

Flugfélag Vestmannaeyja gerir ráð fyrir að ferja um 1.200-1.400 manns á þremur flugvélum frá Bakka yfir helgina, þar af um 500 í dag. Flugvélarnar fljúga um 80 ferðir á dag til þess að anna eftirspurn þessa vinsælu ferðahelgi, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. 1.100 manns eiga bókað flug frá Eyjum á mánudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert