Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsækir í dag bæinn Mountain á Íslendingaslóðum í Norður-Dakóta, en þar fer fram árleg hátíð. Er þetta í annað sinn sem forsætisráðherra heimsækir bæinn á þrem árum. Íbúar eru um 130.
Albert Jónsson, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, er í för með Geir, að því er fram kemur í frétt AP um heimsóknina.