Ný jarðskjálftahrina við Upptyppinga

Svæðið þar sem jörðin skelfur norðan Vatnajökuls. Kortið er fengið …
Svæðið þar sem jörðin skelfur norðan Vatnajökuls. Kortið er fengið af vef Veðurstofunnar.

Hrina smáskjálfta hófst við Upptyppinga norðan Vatnajökuls um hálf tíuleytið í morgun, en virtist vera gengin yfir núna um klukkan hálf fjögur síðdegis. Skjálftarnir mældust allir innan við tvö stig og er þessi hrina ekki nein ný vísbending, að sögn jarðeðlisfræðings. Skjálftahrinur hafa komið á þessu svæði undanfarna daga.

Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur, og deildarstjóri eftirlitsdeildar eðlisfræðisviðs Veðurstofu Íslands, segir skjálftana alla vera á miklu dýpi. Hrinan staðfesti að enn sé skjálftavirkni á svæðinu, en ekki séu neinar nýjar vísbendingar fólgnar í henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert