Sorpstöðin tryggir starfsemi Kjötmölsverksmiðjunnar

Sorpstöð Suðurlands hefur keypt 40% hlut í kjötmjölsverksmiðjunni í Flóahreppi af Sláturfélagi Suðurlands. Kaupverð liggur ekki fyrir að svo stöddu, að sögn Guðmundar Tryggva Ólafssonar, framkvæmdastjóra Sorpstöðvarinnar.

„Kaupin eru gerð til þess að tryggja að sláturúrgangur verði meðhöndlaður með réttum hætti í verksmiðju en ekki urðaður eins og verið hefur hingað til," segir Guðmundur við Suðurland.is.

Sláturfélag Suðurlands og önnur sláturfélög eiga bróðurpart í verksmiðjunni. Starfsemi er nú komin á fullt en þar vinna tveir starfsmenn í sumar og að líkindum þrír í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert