Erill í miðborginni í nótt

Frá miðborg Reykjavíkur
Frá miðborg Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Ekki var að merkja hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt að skemmtanaglaðir hefðu yfirgefið borgina því talsverður erill var í miðborginni í nótt og í nógu að snúast. Tveir menn skárust á höndum þegar menn lentu í átökum og einn þeirra dró upp hníf, þeir sem skárust reyndu að afvopna manninn með fyrrgreindum afleiðingum.

Maðurinn flýði áður en lögregla kom á vettvang, hún hafði þó hendur í hári hans skömmu síðar og vísaði hann þá á hnífinn. Sá gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður síðar í dag.

Tveir menn lentu í átökum í Ingólfsstræti um rúmlega fjögur í nótt, og lauk þeim með því að annar beit hinn í nefið svo stór skurður hlaust af. Öðru rifrildi, í Bankastræti í það skiptið, lauk með því að annar aðilinn sló hinn með bjórflösku, sá sem fékk flöskuna í höfuðið skarst og blæddi mikið.

Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur og tveir fyrir lyfjaakstur.

Sex rúður voru brotnar í Breiðholtsskóla um miðnætti í gærkvöldi, tveir piltar, átján og fimmtán ára voru handsamaðir vegna verknaðarins, og telst málið upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert