Fundu 100 skammta af LSD á farþega í rútu

Lögregla leggur mikla áherslu á að koma í veg fyrir …
Lögregla leggur mikla áherslu á að koma í veg fyrir fíkniefnasölu nú um helgina.

Eitthundrað skammtar af ofskynjunarlyfinu LSD fundust við leit á farþega í fólksflutningabíl í Varmahlíð í Skagafirði seint í gærkvöldi. Farþeginn var á leið til Akureyrar og segir lögreglan á Akureyri, að ætla megi að efnið hafi átt að vera til sölu þar.

Lögreglan á Akureyri hefur verið með sérstakt fíkniefnaeftirlit um helgina þar sem þrír lögreglumenn með fíkniefnahund hafa verið á ferðinni. Samstarf þeirra við lögregluna á Sauðárkróki leiddi til þess að ákveðið var að leita á farþegum í fólksflutningabíl og gaf hundurinn til kynna, að einn farþeginn væri með fíkniefni í fórum sínum. Reyndist hann vera með lítilræði af ætluðu kókaíni og amfetamíni og hundrað skammta af ætluðu LSD falið í öðrum skó sínum.

Lögreglan á Sauðárkróki annast framhald málsins sem telst upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert