Margmenni á heimsmeistaramóti í traktorsralli á Flúðum

mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Yfir 2.000 manns eru nú á Flúðum í blíðskaparveðri, en þar fer meðal annars fram árlegt heimsmeistaramót í rallakstri dráttarvéla undir 50 hestöflum. Margir hafa lagt leið sína til að fylgjast með mótinu og eru tjaldstæðin í bænum sögð yfirfull. Þá hafa bændur á svæðinu kynnt framleiðslu sína á grænmetistorgi.

Olvir Karl Emilsson hélt titli sínum sem heimsmeistari í rallakstri, Einar Sigurjónsson varð annar, en í þriðja sæti var Kristinn Eiríksson. Þrátt fyrir margmenni hefur allt farið mjög vel fram og mjög lítil ölvun sjáanleg á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert