Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum

Páll Óskar Hjálmtýsson náði upp góðri stemmningu á Ráðhústorginu á …
Páll Óskar Hjálmtýsson náði upp góðri stemmningu á Ráðhústorginu á Akureyri í dag þótt veðrið væri ekki sérlega sumarlegt. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Meiri­hluti bæj­ar­stjórn­ar­manna Ak­ur­eyr­ar er mót­fall­inn þeirri ákvörðun að tak­marka aðgengi 18-23 ára að tjald­stæðum bæj­ar­ins, sam­kvæmt könn­un frétta­stofu Útvarps­ins. Bæj­ar­stjór­inn sagði í út­varps­frétt­um, að meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar sé þó ekki við það að springa.

Fram kom í frétt­um Útvarps­ins, að skáta­fé­lagið Klakk­ur á Ak­ur­eyri hefði í júlí fram beiðni til bæj­ar­fé­lags­ins um að tak­marka aðgengi fólks yngri en 25 ára að tjaldsvæðum um versl­un­ar­manna­helg­ina. For­svars­menn hátíðar­inn­ar Ein með öllu lögðust al­farið gegn þeirri til­lögu og sögðust ætla að blása hátíðina af ef af þessu yrði. Ákveðið var að verða ekki við þess­ari til­lögu skát­anna.

Í síðustu viku var hins veg­ar áveðið að tak­marka aðgengi fólks á aldr­in­um 18-23 ára að tjaldsvæðunum eft­ir ít­rekaða beiðni skáta­fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert