Meirihluti bæjarstjórnar gegn takmörkunum á tjaldsvæðum

Páll Óskar Hjálmtýsson náði upp góðri stemmningu á Ráðhústorginu á …
Páll Óskar Hjálmtýsson náði upp góðri stemmningu á Ráðhústorginu á Akureyri í dag þótt veðrið væri ekki sérlega sumarlegt. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Meirihluti bæjarstjórnarmanna Akureyrar er mótfallinn þeirri ákvörðun að takmarka aðgengi 18-23 ára að tjaldstæðum bæjarins, samkvæmt könnun fréttastofu Útvarpsins. Bæjarstjórinn sagði í útvarpsfréttum, að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé þó ekki við það að springa.

Fram kom í fréttum Útvarpsins, að skátafélagið Klakkur á Akureyri hefði í júlí fram beiðni til bæjarfélagsins um að takmarka aðgengi fólks yngri en 25 ára að tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina. Forsvarsmenn hátíðarinnar Ein með öllu lögðust alfarið gegn þeirri tillögu og sögðust ætla að blása hátíðina af ef af þessu yrði. Ákveðið var að verða ekki við þessari tillögu skátanna.

Í síðustu viku var hins vegar áveðið að takmarka aðgengi fólks á aldrinum 18-23 ára að tjaldsvæðunum eftir ítrekaða beiðni skátafélagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert