Eigum að leita eftir
hæsta verðinu
Vísindamenn
Evrópusambandsins
telja hagkvæmast að framleiða
vetni á Íslandi,
eins og Blaðið
hefur
fjallað um síðustu daga. Telja þeir
að framtíðarorkuberi Evrópusambandsins
geti orðið
vetni sem framleitt
væri með vatns- eða varmaorku
á Íslandi.
Þorkell segir að svara þurfi því hvaða áhugi sé hérlendis á beinum útflutningi á orku, hvort sem er með vetni eða í gegnum sæstreng:
,,Það hlýtur að orka tvímælis að vetnisútflutningur ætti að njóta forgangs að hagkvæmustu raforkukostunum hér, eins og til dæmis gæti fengist með djúpborun, eins og gefið er í skyn í skýrslu Evrópusambandsins. Við hljótum ávallt að leita hæsta verðs fyrir þá orku sem við viljum falbjóða en ekki láta það fara eftir því til hvers hún er notuð.“
Nánar er fjallað um þetta í Blaðinu í dag.