Þvinguð út af veginum

„Ég er eiginlega svo hissa á þessu, að ég á ekki orð," segir Inda Björk Alexandersdóttir, sem varð fyrir því að ökumaður jeppabifreiðar, með fellihýsi í eftirdragi, keyrði bíl sínum í veg fyrir hana þar sem hún var á bifhjóli sínu við Varmahlíð í gærdag.

Inda sá hag sínum best borgið með því að stýra hjólinu út af veginum og hlaut við það minniháttar meiðsli. „Þegar maður lendir í svona aðstæðum þá er tvennt í boði, annaðhvort keyrir maður á ökutækið – sem er afar slæmur kostur – eða beinir hjólinu út af veginum, og ég valdi skárri kostinn," segir Inda sem stökk niður litla brekku, náði að halda hjólinu uppréttu tvo, þrjá metra áður en hún datt í grasið. Hún segir annað hnéð stökkbólgið auk þess sem hún finnur fyrir eymslum í mjöðm.

Inda lýsir atvikinu þannig að hún hafi verið að aka neðan úr Varmahlíð þegar hún sá jeppann stopp á biðskyldu, hana óraði ekki fyrir því að hann myndi taka af stað þar sem hún var svo nærri, en allt kom fyrir ekki. Ökumaður jeppans hélt áfram leið sinni. „Ég veit ekki hvort ökumaðurinn sá mig yfirhöfuð en ég vil ekki trúa því að nokkur maður geri slíkt vísvitandi." Hún segist hafa verið á um 40 km hraða, en hún var að koma að gatnamótum og því farin að hægja ferðina.

„Ekki nóg að gá"

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert