Virkjunarframkvæmdir við Seyðisfjörð í ólestri

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is
Umrót og eyðilegging á náttúru nær langt út fyrir fyrirhugað athafnasvæði, verkþættir sem þegar hafa verið unnir liggja undir skemmdum og þarf að vinna upp á nýtt, eftirliti er verulega ábótavant, umhverfisáhrif eru óljós og óvíst er að framkvæmd verksins uppfylli alla öryggisstaðla vegna lagningar þrýstipípu og byggingar stíflugarða.

Ofangreint kemur fram í umsögn Þórodds F. Þóroddssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Skipulagsstofnunar, vegna framkvæmda við Fjarðarárvirkjun í Seyðisfirði.

Segir í umsögninni að dæmið sýni mikilvægi þess að leyfisveitendur, ásamt umsagnaraðilum, skoði með framkvæmdaraðila á vettvangi hvernig hann hyggst standa að verki svo hægt sé að meta hversu raunhæf fyrirhuguð verktilhögun er. Þá segir þar einnig að koma þurfi eftirliti með öryggisþáttum í hendur óháðs fagaðila og tryggja þurfi að framkvæmdin uppfylli hönnunar- og öryggisstaðla. Þá þurfi að krefjast frekari upplýsinga um hönnun mannvirkja svo umhverfisáhrif verði augljósari en slíkt komi ekki nógu skýrt fram í tilkynningu vegna matsskyldu.

„Tifandi tímasprengja"

Hjörleifur Guttormsson stiklar á stóru í sögu framkvæmdanna í grein á miðopnu Morgunblaðsins í dag og segir þar að virkjunin sé ekki aðeins dæmi um óafmáanleg náttúruspjöll heldur „tifandi tímasprengja" sem vofa muni yfir byggðinni á Seyðisfirði ef fram heldur sem horfir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert