Fékk 10 milljóna dala ávísun senda í pósti

Hitaveita Suðurnesja fékk nýlega senda í pósti 10 milljóna dala ávísun frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli en um er að ræða greiðslu, sem samið var um vegna samningsrofs um kaup á heitu vatni sem varð við brotthvars Bandraríkjahers frá Íslandi.

Á fréttavef Víkurfrétta er vísað í Fréttaveituna, fréttabréf Hitaveitu Suðurnesja, en þar kemur fram að átta mánuðir séu liðnir síðan samið var um greiðsluna við riftun orkusölusamningsins.

Stjórn HS samþykkti í október í fyrra að taka tilboði Bandaríkjahers um eingreiðslu upp á 10 milljónir dala við samningslok. Það var nokkuð lægri upphæð en HS taldi efni standa til. Stjórn HS vildi hins vegar frekar taka tilboðinu en að leggja út í löng og kostnaðarsöm málaferli fyrir bandarískum dómstólum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka