Flaug fisflugvél yfir Atlantshaf

Sendiherra Indlands tók á móti Rahul Monga á Reykjavíkurflugvelli í …
Sendiherra Indlands tók á móti Rahul Monga á Reykjavíkurflugvelli í síðustu viku. Morgunblaðið/ÞÖK

Rahul Monga, flugsveitarforingi í indverska flughernum, flaug fisflugvél í dag frá Höfn í Hornafirði til Lassiemouth, nálægt Aberdeen í Skotlandi, í einum áfanga. Upphaflega stóð til að Monga myndi millilenda í Vogum í Færeyjum en vegna veðurs þar var ákveðið að fljúga beint frá Íslandi til Bretlandseyja.

Ferðin er farin á vegum flughersins með það að markmiði að setja heimsmet í fisflugi umhverfis hnöttinn, en núgildandi met er 99 dagar. Leiðangurinn er þegar orðinn 16 dögum á eftir áætlun og hefur staðið yfir í 66 daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert