Héðinn tryggði sér stórmeistaratitil

Héðinn Steingrímsson tryggði sér stórmeistaratitil í skák í dag.
Héðinn Steingrímsson tryggði sér stórmeistaratitil í skák í dag. mbl.is/Ómar

Héðinn Steingrímsson gerði jafntefli í 9. og síðustu umferð skákmóts í Mladá Boleslva í Tékklandi í morgun og tryggði sér þar með þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli í skák. Héðinn sigraði á mótinu, fékk 7 vinninga af 9 möguleikum, en næstur varð tékkneski stórmeistarinn Radoslaw Jedynak með 5,5 vinninga.

Héðinn hafði áður náð tveimur af þremur stórmeistaraáföngum og einnig náð tilskyldum 2500 skákstigum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert