Héðinn Steingrímsson gerði jafntefli í 9. og síðustu umferð skákmóts í Mladá Boleslva í Tékklandi í morgun og tryggði sér þar með þriðja og síðasta áfanga að stórmeistaratitli í skák. Héðinn sigraði á mótinu, fékk 7 vinninga af 9 möguleikum, en næstur varð tékkneski stórmeistarinn Radoslaw Jedynak með 5,5 vinninga.
Héðinn hafði áður náð tveimur af þremur stórmeistaraáföngum og einnig náð tilskyldum 2500 skákstigum.