Ölvaður ökumaður út af vegi

Lögreglan á Selfossi stöðvaði þrjá ökumenn grunaða um ölvun við akstur í nótt. Einn þeirra sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu þar sem hún var við eftirlit við Flúðir, lögregla veitti eftirför en maðurinn missti bifreið sína út af fljótlega. Tveir voru í bílnum og gista þeir báðir fangageymslur lögreglu þar til ölvíman rennur af þeim.

Margir eru á Flúðum, en þar hefur farið fram heimsmeistaramót í traktorsralli, að sögn lögreglu var þar talsvert um ölvun í nótt, en gekk stóráfallalaust fyrir sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert