Spáð hlýju veðri sunnanlands

Talsvert hvasst var í Vestmannaeyjum í nótt eða allt að 20 metrar á sekúndu en gert er ráð fyrir að dragi úr vindi. Súld eða rigning með köflum verður í fyrstu norðanlands, en skýjað með köflum syðra. Síðdegis er spáð vestlægri átt, víða 3-8 metrum á sekúndu. Í kvöld og nótt léttir heldur til en líkur eru á stöku skúrum suðaustanlands. Hiti verður 7 til 17 stig, hlýjast sunnan- og suðvestantil í dag, en austanlands á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert