Erilsamt hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina

Veðrið lék við þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal í gær.
Veðrið lék við þjóðhátíðargesti í Herjólfsdal í gær. mbl.is/Sigurgeir

Þjóðhátíð í Eyjum lauk á sjötta tímanum í morgun. Mjög erilsamt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum þegar líða fór á nóttina í nótt en engin alvarleg mál komu upp. Sömu sögu er að segja frá Akureyri en þar var mikill erill hjá lögreglu þegar líða fór á nóttina og eru allir fangaklefar þar fullir.

Engin alvarleg mál komu upp á Akureyri að sögn lögreglu. Ein líkamsárás kom til kasta lögreglumanna en þeir sem þar áttust við gista báðir fangaklefa. Þá voru tvær rúður brotnar og einn bíll skemmdur.

Afar gott veður var í Vestmannaeyjum í gær og nótt og síðdegis í gær rættist einnig úr á Norðurlandi þar sem mjög kalt og blautt hefur verið um helgina. „Við erum loksins komin með veður," sagði lögreglumaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert