Lítilli flugvél hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Nýjadal um níuleytið í gærkvöldi. Fjórir voru um borð, allir útlendingar, en enginn þeirra meiddist alvarlega. Lögreglan á Hvolsvelli kallaði til þyrlu Landhelgisgæslunnar til að komast á slysstað og var hún komin þangað á ellefta tímanum. Rannsóknarnefnd flugslysa kannar nú tildrög, en ekkert er enn vitað um þau.