Heimsmeistaramót íslenska hestsins hafið

Einar Öder Magnússon útskýrir hvað megi betur fara hjá Þórarni …
Einar Öder Magnússon útskýrir hvað megi betur fara hjá Þórarni Eymundssyni og Kraft frá Bringu á æfingu landsliðsins í dag. mbl.is/Eyþór Árnason
Eftir Eyþór Árnason í Hollandi

Hollendingum hefur tekist sérlega vel upp með mótsvæðið sem er eins og best verður á kosið og aðstaða er góð fyrir hesta og menn. Umgjörð keppnisvallarins er mjög glæsileg og eru knaparnir mjög ánægðir með brautina sjálfa.

Íslenska landsliðið æfði í dag og var landsliðseinvaldurinn, Sigurður Sæmundsson, mjög sáttur að lokinni æfingu. Í stuttu samtali við blaðamann mbl.is sagði hann liðið vera við hestaheilsu, nú væri verið að vinna í sýningum knapanna og að allt liti mjög vel út.

Á morgun munu fara fram hæfileikadómar kynbótahrossa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert