Margt um manninn á Flúðum um helgina

KK og Maggi Eiríks vöktu lukku í félagsheimilinu á Flúðum
KK og Maggi Eiríks vöktu lukku í félagsheimilinu á Flúðum mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Talið er að um 1.500 til 1.700 manns hafi verið á Flúðum um verslunarmannahelgina. Fólkið naut veðurblíðu og þess sem fram fór á staðnum. Meðal þess sem boðið var uppá var hin árlega heimsmeistarakeppni í traktorstorfæru sem fram fór í Litlu-Laxá. Grænmetismarkaður og tónleikar með Magga Eiríks og KK.

Um 2000 manns fylgdust með atganginum í ánni. Garðyrkjubændur kynntu afurðir sínar í grænmetistorgi. Þeir landskunnu listamenn Maggi Eiríks og KK héldu tónleika í Félagsheimilinu á laugardagskvöldið og skemmtu áheyrendur sem voru hátt á þriðja hundrað sér vel og tóku oft undir meið þeim félögum. ,,Þið eru bestu áheyrendur sem við höfum haft”, sagði Maggi. Varðeldur sem og brekkusöngur gladdi marga í í blíðunni.

Á sunnudeginum fór m.a.fram árleg furðubátakeppni á Litlu-Laxá sem gleður mörg börnin sem og foreldra.

Leikfélagið Lotta sýndi Dýrin í Halsaakógi og Baðstofukvöld var í golfskálanum Ásatúni. Þar fór Bjarni Harðarson alþingismaður með gamanmál, Grétar Hallur Þórisson kvað rímur og Druslukórinn söng með sínum hætti. Að sögn Jónasar Egilssonar umsjónarmanns Iðandi daga fór allt vel fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert