Óhapp á flugeldasýningu á Akureyri

Myndin er tekinn í þann mund sem flugeldurinn sprakk.
Myndin er tekinn í þann mund sem flugeldurinn sprakk. mbl.is/Þorgeir

Óhapp varð á flugeldasýningu í tengslum við hátíðina Ein með öllu á Akureyri í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar mun hátíðargestur hafa fengið hluta af flugeldi í sig en ekki var talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða.

Að sögn sjónarvotta sprakk einn flugeldurinn á jörðu niðri og spýttust glóandi eldkúlur um allt. Fékk áhorfandi eina kúluna í sig. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert