Lögregla segir, að síðasta nótt Neistaflugs í Neskaupstað hafi verið talsvert erilsöm og talsvert verið um pústra og slagsmál. Einn maður situr í fangageymslu vegna húsbrots. Undir morgun var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur.
Í umferðareftirliti í tengslum við Neistaflugið í gær voru 25 aðilar kærðir fyrir of hraðan akstur. Samtals hafa því 72 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Eskifirði það sem af er helginni og þar af 22 við Höfn.
Engin umferðarslys hafa orðið í umdæminu það sem af er, en lögreglan vill beina því til ökumanna að aka varlega og gefa sér tíma til að komast á milli staða, og muna að aka ekki af stað fyrr en runnið er af mönnum. Lögreglan verður á ferðinni og kannar ástand þeirra sem hygjast aka af stað.