Ökumenn á visthæfum bifreiðum í Reykjavík hafa sótt sér bílastæðaskífur til umboðanna og er fyrsta sendingin af skífum næstum búin, að sögn umhverfissviðs Reykjavíkur. Alls voru gerðar tvöhundruð skífur voru gerðar og þeim dreift á bílaumboðin. Nú mun hvert umboð láta gera nýjar skífur fyrir sig.
Bílastæðaskífurnar voru kynntar 2. ágúst síðastliðinn í samstarfi við Bílgreinasambandið. Þær veita ökumönnum heimild til að leggja í stöðumælastæði í Reykjavík í 90 mínútur í senn án endurgjalds. Visthæfar bifreiðar standast strangar kröfur um útstreymi koltvísýrings og eldsneytisnotkun. Um það bil 800 slíkar bifreiðar eru í Reykjavík.